Heirloom tómatar

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Heirloom eða ættjarðartómatar eru eins og gömlu tómatsortirnar sem ræktaðar voru áður fyrr.
Frakkar, Ítalir og Bandaríkjamenn þekkja þessar sortir mjög vel en þar er mikil hefð fyrir tómatarækt.
Heirloom tómatar eru þekktir fyrir að vera allskonar að lögun, stærð og í ýmsum litum.
Þeir eru dásamlega safaríkir, bragðgóðir og hollir.
Heirloom tómatar smakkast guðdómlega með ítalskri ólívuolíu, íslenskri basiliku og sjávarsalti.

 

Geymsla

Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Mjög gott er að geyma tómata á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka miklu frekar ef það er haft fyrir framan þau.

Notkun

Heirloom tómatar smakkast guðdómlega með ítalskri ólívuolíu, íslenskri basiliku og sjávarsalti.

Má frysta tómata?

Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.

Hvaða hluta er hægt að borða?

Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.

Innihald í 100 g Vatn 94 g
Næringargildi í 100 g
Orka 74 kj
17 kcal
Fita 0,3 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 2,1 g
Þar af sykurtegundir 2,1 g
Trefjar 1,8 g
Prótein 0,8 g
Salt 0 g
NV*
C vítamín15,8 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Tómatar innihalda C – vítamíni auk steinefna og ávaxtasýru.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur