Eldpipar Cayenne gulur

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Cayenne er eldpipar af ættinni Capsicum annuum. Eldpipar og paprikur eru þurraldin og flokkast grasafræðilega sem ber, en þar sem fræin eru ekki umlukin neinu aldinkjöti þá vaxa þau í himnum á innanverðum aldinveggjunum.
Bragðefnið sem gefur tilfinninguna um að kveiknað sé í munni þess sem leggur sér hann til munns heitir capsaicin og vex á innan verður aldininu. Capsaicin finnst í mestu magni á himnunni sem umlykur fræ eldpipra. Paprikur sem eru af sömu tegund innihalda lítið sem ekkert capsaicin. Bragðefni þetta hefur eflaust þróast sem varnarviðbragð plöntunnar við ágangi spendýra til að fuglar geti auðveldlega sótt í aldinin og dreift fræjunum víða, en fuglar eru ónæmir fyrir bragðefni eldpipra og því sólgnir í þá. En í staðin fyrir að fæla okkur mannfólkið frá er það einmitt þetta bragðsterka efni það sem laðar hvað flesta að eldpiprunum.
Aldinið tekur um 9-10 vikur að þroskast í gult aldin. Surtsey er ílangur eldpipar og er í flokkinum millisterkur og því örlítið bragðsterkari en jalapeno, þó getur hitinn verið örlítið breytilegur á milli aldina.

Geymsla

Geymsluþol eldpipra er svipað og paprikunnar en kjörhitastig hennar er nokkuð svalara. Vill jafnan hita í kringum 7-8°C og helst þá stinn og safarík í allt að 5 vikur og jafnvel lengur. Eldpiprar geta orðið fyrir kuldaskemmdum ef þeir eru of lengi í hitastigi kaldara en 4°C. Ef nota á eldpipra beint í matargerð er hægt að geyma þá í frysti og skera þá niður frosna til að setja út í mat, þannig geymast þeir í marga mánuði.

Notkun

Nota má alla hluta aldinsins, hægt er að borða hann ferskan, nota út í matreiðslu, útabúa olíu til að krydda mat eða meðlæti, sulta, súrsa eða þurrka í krydd.

 

Innihald í 100 g Vatn 90 g
Næringargildi í 100 g
Orka 140 kj
33 kcal
Fita 0,2 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 6,1 g
Þar af sykurtegundir 0 g
Trefjar 1,8 g
Prótein 0,9 g
Salt 0 g
NV*
A vítamín537,5µg67%
B6 vítamín0,28mg20%
C vítamín174mg218%
Kopar0,17417%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Cayenne er ríkur af A og C vítamíni
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur