Blaðlaukur
Blaðlaukur tilheyrir liljuætt og er skyldur bæði matlauk og hvítlauk, Hann er með elstu tegundum matjurta í ræktun, Forn Egyptar töldu hann haldinn guðdómlegum krafti og finna má myndir af blaðlauk í pýramídum.
Blaðlaukur er tvíær matjurt sem myndar langan og grænan blómstöngul á öðru ári með kúlulaga purpuralituðum blómum. Hinn æti hluti plöntunnar er skaftið sem myndast úr þykkum blaðslíðrum neðst á plöntunni.
Geymsla
Blaðlauk á að geyma í kæli við hita nálægt 0 – 4 °C og við mikinn raka. Honum hættir nokkuð til að þorna og því á ekki að geyma hann nálægt súg. Blaðlaukur er afar viðkvæmur fyrir etylen og því á aldrei að geyma hann nálægt afurðum sem mynd mikið af því, sem dæmi epli, tómatar og bananar.
Notkun
Blaðlaukur hentar afar vel í alla rétti þar sem gert er ráð fyrir að nota lauk, þar á meðal í salöt, súpur, pottrétti og margt fleira. Hann má sjóða í vatni eða steikja í smjöri og gufusjóða á eftir. Hæglega má nota blaðlauk sem aðalrétt – smjörsteiktan og baka með skinku- eða beikonbitum og osti. Ljóst skaftið þykir ljúffengast en grænu blöðin eru næringarríkust. Blaðlaukur er einnig góður fyrir þá sem finnst bragðið ef venjulegum matlauk of sterkt, til dæmis börn.
Má fyrsta blaðlauk?
Blaðlaukur hentar afar vel til frystingar; þá er hann skorinn langsum inn að miðju, skolaður og brytjaður niður. Stærri bita er betra að snöggsjóða í 1-2 mínútur. Látið vatnið renna vel af þeim og setjið í frystipoka í hæfilegum skömmtum. Blaðlauk í strimlum eða litlum bitum sem nota á í súpur eða pottrétti er óþarft að sjóða fyrir frystingu. Frosinn blaðlauk er best að nota í soðna rétti, en eigi að nota hann í salöt þarf að neyta hans um leið og hann þiðnar.
Hvaða hluta er hægt að borða?
Skerið burt neðstu millimetrana af skaftinu, all annað er ætt 😉
Innihald í 100 g | Vatn 91,4 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 118 kj |
28 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,1 g |
Kolvetni | 3,1 g |
Þar af sykurtegundir | 1,3 g |
Trefjar | 2,9 g |
Prótein | 1,6 g |
Salt | 0,01 g |
NV* | ||
---|---|---|
B6 Vítamín | 0,25mg | 18% |
C Vítamín | 26,5mg | 33% |
Kalíum | 315mg | 16% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum