Ofnbaka­ar rˇfur

me­ eplum

Ofnbaka­ar rˇfur

3 stórar rófur, skrældar, skornar þversum og síðan í ½ cm þykkar sneiðar
3 græn epli sama aðferð og með rófurnar
2 laukar sama aðferð
Smá olía ásamt sítrónusafa, eplasafa og rifnum engifer
½ tsk kanill,
gróft salt
½ msk tamari sósa (soyasósa)Þegar búið er að skera grænmetið og eplin er því raðað í eldfast mót og smá olíu og salti stráð yfir.
Bakað í ofni við 200°C í 30-40 mín.
Blanda saman olíu, eplasafa, tamarisósu, kanil og salti og strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn til að bera hann fram og skreyta með söxuðum kóríander.

 

Höfundur uppskriftar:
Helga Mogensen

Senda ß vin

Loka