Grænmeti í wok

Alltaf gaman að elda

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 2 msk olía
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
  • 2-3 vorlaukar, saxaðir smátt
  • 250 g hvítkál, skorið í mjóar ræmur
  • 2 paprikur, fræhreinsaðar og skornar í litla bita
  • 350 g sveppir, skornir í sneiðar
  • ½ gúrka, skorin í litla stauta eða bita
  • 3 msk ostrusósa
  • 3 msk sojasósa
  • 2 tsk sykur
  • Svolítið vatn
  • Saxaður kóríander eða steinselja
Leiðbeiningar:

Olían hituð vel í wok eða á stórri pönnu og hvítlaukur, engifer og vorlaukur snöggsteiktur við háan hita.

Hinu grænmetinu bætt á pönnuna smátt og smátt, steikt við góðan hita og hrært stöðugt í á meðan.

Þegar grænmetið er farið að mýkjast ögn er ostrusósu og sojasósu bætt á pönnuna og síðan sykri og svolitlu vatni.

Látið sjóða áfram þar til grænmetið er rétt meyrt.

Smakkað og bragðbætt eftir smekk.

Kóríander eða steinselju stráð yfir og borið fram.