Salkjöt og baunir
Alltaf gott
Höfundur: Jenný Guðbjörg Hannesdóttir

Innihaldslýsing:
Saltkjöt
600 gr gular baunir
1,5 L vatn
50 gr beikon
20 gr grænmetiskraftur
1 laukur
450 gr rófur
450 gr gulrætur
450 gr kartöflur
Leiðbeiningar:
Baunirnar eru lagðar í bleyti í 12-24 tíma fyrir suðu, passið að leggja þær í bleyti í nægu vatni þar sem þær draga í sig mikið vatn.
Hellið vatninu af baununum og skolið þær.
Skerið laukinn í bita eftir smekk, setjið baunir, vatn, grænmetiskraft og 1-2 saltkjötsbita ef vill með í pott og látið suðuna koma upp.
Fleytið froðunni af súpunni.
Sjóðið í 1 klst.
Skerið rófur, gulrætur og kartöflur í bita og bætið út í súpuna ásamt beikoninu og sjóðið áfram í 1 klst.
Kartöflurnar má einnig sjóða sér í potti og bera fram með súpunni.
Saltkjötið er soðið í sér potti og borið fram með súpunni.