Kartöflumús

Með rósmarín og hvítlauk

Höfundur: Kristján Þór

Innihaldslýsing:
  • 1 kg kartöflur, skrældar

  • 300 ml rjómi

  • 8 stk hvítlauksrif

  • 3 stk rósmarínstilkar

  • Salt og pipar

Leiðbeiningar:

Kartöflur soðnar í saltvatni.

Rjómi og hvítlaukur er sett yfir til suðu og soðið í 5 mínútur.

Þá er rósmarín sett í, slökkt undir pottinum og lok sett á og því er leyft að standa í þangað til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þegar kartöflur eru soðnar eru þær pressaðar í gegnum kartöflupressu ásamt hvítlauknum, þeim er komið fyrir í potti og rjóminn er hrærður í með sleif.

Gott með fiski og kjöti.