Sveppasˇsa

me­ jˇlasteikinni

Sveppasˇsa

500 gr. sveppir 
1 laukur meðalstór
100 gr.  Smjör
2 stk hvítlaukur 
100 ml Rauðvín (má sleppa en nota smá vatn )
1 tsk sítrónusafa
Handfylli af saxaðri steinselju
1 tsk paprikuduft.
Hnífsoddur af cayennapipar
1 dós kókosmjólk ekkert mál að nota ½ l af rjóma.
3 tsk salt
2 tsk svartur pipar
2 tsk. tamari eða soyja sósa 
2 tsk. sætt- sinnep 
Smakkið sósuna til með grófu salti og svörtum pipar.


Það sem er gott við þessa sósu er að hún er bragðgóður grunnur og auðvelt að aðlaga að þínum smekk! T.d. að bæta kjötsoði saman við eða nota einungis rjóma.  Sumum finnst gott að nota örlítið af rifsberjasultu og gera hana sæta. Rauðvín er dásamlegt saman við en alls ekki nauðsynlegt.

Síðan er gott að frysta þessa sósu og eiga fyrir næstu veislu.

Aðferð;
Þvoið sveppina og saxið gróflega . Skræla laukinn og hvítlaukinn og gróflega skera niður.

Bræða smjörið í góðum potti og byrja á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn

ásamt 1 tsk af salti.

Bætið sveppunum saman við og kryddum, sinnepi og soyjasósu,  látið malla þar til að sveppirnir eru orðnir mjúkir.  Þá er kókósmjólkin sett saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og grófum pipar. Maukið sósuna með töfrasprota . Hérna set ég smá rauðvín saman við en alls ekki nauðsynlegt.

Þessi sósa er góð með lambakjöti og grænmetishleifnum.

Höf:
Helga Mogensen

Senda ß vin

Loka