Gúrkusalat
Hressir, bætir og kætir
Höfundur: Nanna Rögnvaldar
Innihaldslýsing:
- 1 íslensk gúrka, lítil
- 1 rauð íslensk paprika
- 1 ferskur ananas
- Nnefafylli af salatblöðum
- 1 dós (180 g) hrein jógúrt
- Nýmalaður pipar
- Salt
Leiðbeiningar:
Frísklegt og flott salat, tilvalið á veisluborðið.
Gúrkurnar skornar í teninga og paprikan fræhreinsuð og skorin í litla bita.
Ananasinn skorinn í tvennt og skeljarnar síðan holaðar að innan.
Kjarninn (harði hlutinn í miðjunni) skorinn frá og hent en afgangurinn af ananasinum skorinn í litla bita.
Salatblöðin söxuð smátt.
Gúrku, papriku, ananas og salati blandað saman í skál og síðan er jógúrt, pipar og salti hrært saman við.
Ananasskeljarnar settar á fat og salatinu hrúgað í þær.