Humar með sellerísmjöri

Hvítlaukur og steinselja

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 200 g smjör
  • Væn lófafylli af söxuðu sellerílaufi
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • Pipar
  • Salt
  • 400 g skelflettur humar
Leiðbeiningar:

Bræddu smjörið á pönnu við fremur vægan hita.

Bættu selleríi, hvítlauk, pipar og salti á pönnuna og láttu krauma í nokkrar mínútur við fremur vægan hita.

Bættu svo humrinum á pönnuna og steiktu hann í 1½ -2 mínútur á hvorri hlið.

Berðu hann fram strax með sellerísmjörinu, ásamt góðu brauði og e.t.v. salati.