Linsubaunasúpa

Með grænmeti

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
 • 2-3 msk ólífuolía
 • 250 g  laukur
 • 200 g gulrætur
 • 100 g sellerí
 • 200 g rauð paprika
 • 3 – 4 hvítlauksrif
 • 2 græn chili
 • 2 rauð chili
 • 50 ml hvítvín eða hvítvínsedik
 • 1 1/2 – 2 ltr kjúklingakraftur/grænmetiskraftur
 • 3-4 lárviðarlauf
 • 250 g rauðar linsubaunir
 • 2-3  tsk túrmerik
 • 1 búnt smátt söxuð steinselja
Leiðbeiningar:

Laukur, gulrætur og sellerí skorið í meðalstóra bita.
Sett í pott ásamt ólífuolíunni og örlitlu sjávarsalti og leyft að glærast aðeins.

Þá er mjög smátt söxuðum hvítlauk, grænu og rauðu chili bætt út í og leyft að malla í 1 – 2 mínútur í viðbót.

Loks er hvítvíninu/hvítvínsedikinu bætt saman við.
Þegar það hefur að mestu gufað upp, er kraftinum bætt saman við ásamt lárviðarlaufunum.

Því næst er rauðu linsubaununum bætt í pottinn ásamt túrmerik, hvítum pipar og ögn af sjávarsalti.

Leyft að malla í 15 – 20 mínútur, eða þar til baunirnar og grænmetið er fullsoðið.

Ef til er kjúklingur eða annað kjöt frá deginum áður, er tilvalið að bæta því í súpuna.

Best er að bæta því saman við þegar súpan er nokkurn veginn tilbúin og passa að það hitni vel í gegn.