Fylltir sveppir

Með rjómaosti

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • 8 stk sveppir meðalstórir
  • 1 ½ laukur fínt skorinn
  • 1 Mjúkur avókadó
  • 1 stk hvítlaukur
  • 1 lítil dós rjómaostur
Leiðbeiningar:

Rífa niður parmesan ost ½ msk per mann.

Smá salt og pipar, hnífsoddur af cayennapipar og smá steinselja til að skreyta með.

Byrja á því að þrífa sveppina, frjarlægja stilkana. Smátt saxa laukinn og setja á pönnu ásamt 2 -3 msk olíu.

Mýkja laukinn og hvítlaukinn blanda kryddunum saman við og smátt söxuðum sveppastilkum, bræða ostinn út í, hræra vel saman.

Skera og avókadó og parmesan ostinn smátt. Fylla sveppina og baka í ofni í ca. 10 mín við 190°C.

Skreyta með steinselju.