Kínakálsalat
Einfalt, fljótlegt, gott
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Innihaldslýsing:
- 1 íslenskt kínakálhöfuð, fremur stórt
- 1 pakki skyndinúðlur
- 100 g sykurbaunir (má sleppa)
- 75 g kasjúhnetur
- 3 msk olía (t.d. sólblómaolía)
- 3 msk sojasósa
- 2 msk balsamedik
- 2 msk sykur
Leiðbeiningar:
Kínakálið skorið í mjóar ræmur og sett í stóra skál.
Núðlurnar muldar gróft og settar í aðra skál ásamt sykurbaununum.
Vatn hitað að suðu, hellt yfir og látið standa í 3-5 mínútur, en síðan er núðlunum og baununum hellt í sigti og látið renna vel af þeim.
Baunirnar þurfa ekki meiri suðu.
Blandað saman við kínakálið, ásamt kasjúhnetunum. Olía, sojasósa, balsamedik og sykur þeytt saman, hellt yfir og blandað vel.
Þetta salat er gott með ýmsum austurlenskum mat en einnig með t.d. steiktum kjúklingi og soðnum eða steiktum fiski.