Fylltir smátómatar

Með mozzarella

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 1 askja smátómatar
  • 1 poki litlar mozzarellakúlur
  • Gróft sjávarsalt og svartur pipa (ef þið ætlið að steikja tómatana)
  • 2 greinar rósmarin
  • Ólífuolía
Leiðbeiningar:

Skerið tómatana í tvennt og kjarnhreinsið þá.

Setjið mozzarellaostinn inn í miðjuna og stingið tannstöngli í gegnum tómatinn.

Kryddið með salti og pipar.

Einnig er hægt að léttsteikja tómatana á pönnu upp úr olíu með smá rósmarin á. Þá bráðnar osturinn smá og það kemur skemmtilegt bragð að rósmarininu.