Gúrkusalat með fetaosti

Rúsínur

Höfundur: Nanna Rögnvaldar

Innihaldslýsing:
  • 1 íslensk gúrka, lítil
  • 1/2 rauðlaukur
  • 125 g fetaostur í kryddlegi
  • 3 msk rúsínur, gjarnan ljósar
  • 1 msk vínedik
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 tsk hunang eða sykur
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
Leiðbeiningar:

Létt og einfalt salat sem flestir ættu að kunna að meta. Það má sleppa rúsínunum og nota í staðinn smátt saxað epli eða rifnar gulrætur.

Gúrkan skorin í litla teninga og rauðlaukurinn saxaður.

Gúrku, rauðlauk, osti og rúsínum blandað saman í skál.

Edik, olía, hunang, pipar og salt hrist saman og hellt yfir.

Blandað vel og borið fram, t.d. með steiktum kjúklingi.