Vesturholt

Bjarnveig og Ármann

Hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir eru með reynslumeiri kartöfluræktendum landsins. Ármann er fæddur og uppalinn á Vesturholtum í Þykkvabænum. Hann byrjaði félagsbúskap með foreldrum sínum árið 1972 en þau byrjuðu að rækta kartöflur í Þykkvabænum um miðja síðustu öld. Tveimur árum seinna, 1974 kemur Bjarnveig í fjölskylduna og ræktunina.

Bjarnveig ólst upp í Rangárvallahreppi steinsnar frá Þykkvabænum þar sem stundaður var hefðbundinn blandaður búskapur. Upphaflega voru Bjarveig og  Ármann einnig með blandaðan búskap. Stunduðu kúabúskap auk þess að rækta kartöflurnar. Ólafur faðir Ármanns hættir svo búskap um 1990 og tóku Bjarnveig og Ármann þá alfarið við búskapnum og rækta eingöngu kartöflur í dag.

Kartöflurnar rækta þau í félagi við syni sína Birki og Helga og fjölskyldur þeirra .  Samanlagt er ræktað á um 60 hekturum lands. Þau leggja stund á skiptirækt, korn ræktað á um þriðjungi landsins sem þýðir að um það bil 40-45 hektarar eru notaðir undir kartöflur ár hvert. Með samvinnu fjölskyldunnar er hægt að samnýta bæði vélar og vinnuafl sem kemur sér einstaklega vel á álagstímunum að vori og hausti. Heildaruppskeran á ári er um það bil 1000 tonn.

 

 

Staðsetning: Þykkvibær
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur