Önnupartur
Guðmundur og Yngvi

Á bænum Önnuparti rækta bræðurnir Guðmundur og Yngvi Harðarsynir kartöflur. Á Önnuparti hefur verið stunduð kartöfluræktun í um 60 ár. Fyrst af hjónunum Eygló Yngvadóttur og Herði Júlíussyni sem voru lengi framan af í félagsbúi við foreldra Eyglóar sem bjuggu í Oddsparti. Við keflinu tóku svo synir þeirra hjóna Yngvi og Guðmundur.
Ræktunarsvæðið telst vera um 60 hektarar og er kartöflum sáð í um helming landsins og korni í hinn helminginn. Árið eftir er korni og kartöflum svo víxlað. Þannig helst ræktunarlandið í góðu horfi til lengri tíma. Aðallega eru ræktaðar tegundirnar; Gullauga, Milva, Rauðar íslenskar og Premiere.


Staðsetning: Þykkvibær
Hveravellir
Hveravellir
Flúðasveppir
Flúðir
Jarðarberjaland
Reykholt
Ártangi
Grímsnes
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.