Kinn

Ljúba og Hlynur

Undir heitinu Grænmetið hennar Ljúbu senda hjónin Hlynur Sigurbergsson og Luba Cvetkova frá sér káltegundina Pak Choi.

Í upphafi, árið 2009, var ræktunin smá í sniðum enda vissu fáir hvað Pak Choi var. Fyrir þá sem enn ekki vita hvers konar kál Pak Choi er þá er það smágerð, stökk káltegund sem bragðast líkt og blanda af hvítkáli og spínati. Sérlega rík af c-vítamíni og vinsæl í asíska matargerð. Vinsældirnar hafa líka aukist ár frá ári og til að anna eftirspurn þyrfti að fjórfalda framleiðsluna. Það er reyndar á döfinni að auka við framleiðsluna sem nú fer fram á 500 fermetrum í Hveragerði upp í 1500 fermetra með 1000 fermetra gróðurhúsi í Kinn í Ölfusi.

Þar er einnig ræktað hvítkál, hnúðkál og rauðkál og er sameiginleg uppskera á því um 10 tonn á ári. Ræktunin fer öll fram í næringarvatni þar sem kálið flýtur um í sérútbúinni laug. Engin eiturefni eru notuð við ræktunina heldur er notast við lífrænar varnir. Uppskeran er að meðaltali eitt tonn á mánuði mest á sumrin en aðeins minna yfir dimmustu vetrarmánuðina.

 

Staðsetning: Hveragerði
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur