Smágúrkur

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Smágúrkur eru afbrigði af gúrkum sem hafa það sérkenni að aldinin eru sérlega smá þegar fullum þroska er náð.
Gúrkurnar eru týndar af plöntunni þegar ákveðinni stærð er náð til að halda sem bestum bragðgæðum. 
Smágúrkur eru ræktaðar allt árið á Íslandi og þykja einstaklega góðar og bragðmiklar. Smágúrkur eru tilvaldar í nestiboxið eða sem hollur biti fyrir börn og fullorðna. 
Fáðu þér smá gúrku.

Geymsla

Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar, en fljótt getur dregið úr geymsluþoli ef svo er ekki.

Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann, því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun.Best er því að geyma gúrkur heima á svölum stað, t.d. á þeim stað í ísskápnum þar sem kuldinn er minnstur.
 
Best er að pakka gúrkunni vel inn í plast, loka vel fyrir sárið eftir að búið er að skera af henni til að koma í veg fyrir að hún þorni upp, og geyma hana í ísskápnum.
Innihald í 100 gVatn 96 g
Næringargildi í 100 g
Orka156 kj
13 kcal
Fita0,1 g
Þar af mettuð0 g
Kolvetni1,9 g
Þar af sykurtegundir1,9 g
Trefjar0,9 g
Prótein0,8 g
Salt0 g
NV*

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Gúrkur innihalda aðeins eru 12 hitaeiningar í 100 g. Þær eru að 96 hundraðshlutum vatn þannig að þurrefni er aðeins um 4%, því er í raun meira þurrefni í einni gosflösku en einni gúrku. Næringargildið er lágt, en í gúrkum eru A-, B- og C-vítamín auk nokkurs af kalki og járni.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur