Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í poka.
Rófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Allt nema hýðið.
Ætur hluti 85 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 89 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 1.2 g
|
Trefjar 2.7 g
|
Kolvetni 9.0 g
|
Fita 0.1 g
|
kj 176
|
kcal 42
|
Steinefni |
|
Járn 0.5 mg
|
Kalk 65 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 72 µg
|
B1 0.05 mg
|
B2 0.04 mg
|
Niacin 1.8 mg
|
C (askorbínsýra) 40 mg
|