Snakkgulrætur
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Litlar, sætar og góðar 😉
Snakkgulrætur hafa ávallt verið vinsælar og eru frábært hollustusnakk. Það er líka gaman að segja frá því að með vinnslu á þeim þá er verið að fullnýta uppskeru grænmetisbóndans og koma þar af leiðandi líka í veg fyrir matarsóun. Gulræturnar eru allar jafn góðar hvort sem þær eru litlar, stórar eða mismunandi í lögun.
Askjan er hentug í stærð og inniheldur 150g af góðum safaríkum gulrótum.
Geymsla
Snakkgulrætur hafa ekki langan líftíma þar sem búið er að fjarlægja ysta lagið sem ver þær fyrir þornun. En í öskjunni ná þær að haldast góðar allt að 7 – 10 daga.
Best er að geyma þær í kæli við 4°C í lokaðri öskjunni.
Best er að geyma þær í kæli við 4°C í lokaðri öskjunni.
Notkun
Snakkgulrætur eru ljúffengt hollustusnakk. Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót að narta í 😉
Má frysta gulrætur?
Já, ef þær hafa verið soðnar í 3-4 mínútur. Hins vegar er óþarft að mæla með því, íslenskar gulrætur eru fáanlegar allt árið á hagstæðu verði.
Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 141 kj |
33 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,08 g |
Kolvetni | 5,5 g |
Þar af sykurtegundir | 4,7 g |
Trefjar | 2,7 g |
Prótein | 0,7 g |
Salt | 0,03 g |
NV* | ||
---|---|---|
A vítamín | 588 µg | 70% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten breytist yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór.
Bændur
Dísukot
Þykkvibær
Sjá nánar
Garðyrkjustöð Sigrúnar
Flúðir
Sjá nánar
Friðheimar
Reykholt
Sjá nánar
Vesturholt II
Þykkvibær
Sjá nánar
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur