Snakkgulrætur
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Litlar, sætar og góðar 😉
Snakkgulrætur hafa ávallt verið vinsælar og eru frábært hollustusnakk. Það er líka gaman að segja frá því að með vinnslu á þeim þá er verið að fullnýta uppskeru grænmetisbóndans og koma þar af leiðandi líka í veg fyrir matarsóun. Gulræturnar eru allar jafn góðar hvort sem þær eru litlar, stórar eða mismunandi í lögun.
Askjan er hentug í stærð og inniheldur 150g af góðum safaríkum gulrótum.
Geymsla
Snakkgulrætur hafa ekki langan líftíma þar sem búið er að fjarlægja ysta lagið sem ver þær fyrir þornun. En í öskjunni ná þær að haldast góðar allt að 7 – 10 daga.
Best er að geyma þær í kæli við 4°C í lokaðri öskjunni.
Best er að geyma þær í kæli við 4°C í lokaðri öskjunni.
Notkun
Snakkgulrætur eru ljúffengt hollustusnakk. Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót að narta í 😉
Má frysta gulrætur?
Já, ef þær hafa verið soðnar í 3-4 mínútur. Hins vegar er óþarft að mæla með því, íslenskar gulrætur eru fáanlegar allt árið á hagstæðu verði.
Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 141 kj |
33 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,08 g |
Kolvetni | 5,5 g |
Þar af sykurtegundir | 4,7 g |
Trefjar | 2,7 g |
Prótein | 0,7 g |
Salt | 0,03 g |
NV* | ||
---|---|---|
A vítamín | 588 µg | 70% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten breytist yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór.
Bændur
Þórisholt
Vík
Sjá nánar
Laugarland
Flúðir
Friðheimar
Reykholt
Reykjabakki
Flúðir
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.