Sellerí

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið
Stilksellerí eða blaðsilla líkist steinselju enda sömu ættar. Sá þarf fræinu í mars í gróðurhúsi og er plantað út í byrjun júní.
 
Til að ná góðri uppskeru er best að planta henni í upphitað land og undir dúk sem er síðan tekin af þegar plönturnar eru komnar í góðan vöxt.

Geymsla

Besti geymsluhitinn er 0 – 2°C.  Sellerí er mjög geymsluþolið og sé það geymt í réttu hitastigi getur það geymst í rúmlega 2 vikur við kjöraðstæður. Sellerí hættir mjög til að tapa vatni og þar með þyngd og þarf því að vera í miklum raka. Passið því að geyma það í plasti eða þeim umbúðum sem það er selt í.

Notkun

Sellerí hentar í allar gerðir af hrásalati, meðal annars er það mikilvægt hráefni í Waldorf-salat. Auk þess má sjóða eða smörsteikja en þannig bragðast það afar vel með lambakjöti eða fiski. Sellerí hefur þó nokkuð verið notað í ídýfur nú í seinni tíð. Líka mjög vinsælt í allskyns þeytinga

Má frysta sellerí?

Já, en ekki er víst að öllum líki við það eftir frystingu ef það er notað í ferskt salat. Hins vegar heppnast frysting  vel af nota á sellerí í soðna rétti, þá er það snöggsoðið fyrir frystingu. Best er að sjóða það eða steikja um leið og það er tekið úr frystinum.

Hvaða hluta má borða

Borða má alla hluta 😉

 

 

Innihald í 100 g Vatn 95 g
Næringargildi í 100 g
Orka 59 kj
14 kcal
Fita 0,2 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 1,8 g
Þar af sykurtegundir 1,8 g
Trefjar 1,6 g
Prótein 0,5 g
Salt 0,06 g
NV*
Kalíum320 mg16%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur