Rófur
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Rófa er upprunnin í N-Evrópu og er hennar fyrst getið með vissu í ræktun á Íslandi í upphafi 19. aldar. Hún var meðal þeirra matjurta sem fyrstar náðu útbreiðslu meðal landsmanna.
Rófa er C-vítamínauðug og hefur verið kölluð appelsína norðursins.
Áætluð meðalneysla á íbúa er 2,4 kg á ári. Til megin framleiðslunnar er sáð að vori (apríl / maí) en einnig eru þær forræktaðar í gróðurhúsum og plantað út í byrjun sumars.
Til eru íslenskir stofnar af rófum og eru þekktastir Kálfafellsrófa og Ragnarsrófa. Einnig hefur verið ræktaður stofn sem nefnist Sandvíkurrófa. Algengasta afbrigði í ræktun er Vige sem er norskt afbrigði og Sandvíkurrófa sem er stofn af Kálfafellsrófu.
Geymsla
Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í poka.
Notkun
Rófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Má frysta rófur?
Rófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
Alla hluta rófunar má borða
Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 149 kj |
35 kcal | |
Fita | 0,1 g |
Þar af mettuð | 0,02 g |
Kolvetni | 5,4 g |
Þar af sykurtegundir | 5,1 g |
Trefjar | 3,3 g |
Prótein | 1,6 g |
Salt | 0,01 g |
NV* | ||
---|---|---|
Fólínsýra | 56 µg | 28% |
C vítamín | 39 mg | 49% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Bændur
Þórisholt
Vík
Sjá nánar
Vesturholt II
Þykkvibær
Reitur
Borgarfjörður
Gufuhlíð
Reykholt
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.