Kínakál

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Kínakál er eins og nafnið bendir til mikið ræktað í Kína en hingað kemur það í ræktun um 1975.

Undirtegundin pekinensis myndar höfuð ( 0,5 – 2 kg að þyngd) sem eru uppskorin til neyslu. Kínakál er forræktað í gróðurhúsum við hitastig yfir 16°C og plantað út í upphitað land og /eða undir dúk. Ef hitastigið er lágt í uppeldi er hætt við að plönturnar blómgist áður en þær hafa myndað uppskeruhæf höfuð.

Algeng afbrigði eru Jamiko og Bilko. Kínakál geymist í 4 – 5 mánuði við 0 – 1°C.

 

Geymsla

Kínakál geymist frekar vel. Best er að geyma það við 0-4°C. Kínakáli er hætt við að þorna upp og er því gott að pakka því inn í plast. Kínakál sem búið er að skera niður verður ávallt að pakka inn í plast til að það þorni síður upp.

Notkun

Kínakál er mildara á bragðið og inniheldur minna af trefjum en aðrar káltegundir. Það er því gómsætara en þær og hentar betur í ýmsa hráa rétti eins og salat. Þó að kínakálið sé einkum notað í salat og aðra hráa rétti, hentar það einnig vel í súpur, ofnbakaða rétti og að sjálfsögðu í alla kínverska rétti. Kínakál má sjóða, smjörsteikja og grilla, svo eitthvað sé nefnt.

Má frysta kínakál ?

Já, skerið kálið í granna strimla og setjið í sjóðandi vatn í 1 mínútu. Pakkið því í frystiumbúðir og setjið beint í frysti þegar það hefur kólnað.

Kínakál sem hefur verið fryst þarf að nota strax eftir að það hefur þiðnað og það hentar ekki í hráa rétti þar sem það verður lint og slepjulegt við frystingu.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Alla hluta kínakálsins má borða 😉

 

Innihald í 100 g Vatn 95 g
Næringargildi í 100 g
Orka 66 kj
15 kcal
Fita 0,2 g
Þar af mettuð 0,1 g
Kolvetni 1,8 g
Þar af sykurtegundir 1,2 g
Trefjar 1,4 g
Prótein 1,0 g
Salt 0,02 g
NV*
Fólínsýra86 µg43%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur