Kartöflur – Ný uppskera

Suða
Setjið kartöflurnar í pott og látið vatnið fljóta vel yfir. Sjóðið í 10 – 20 mínútur fer eftir stærð kartaflanna. Nýjar kartöflur þurfa aðeins minni suðutíma. Það má salta vatnið til að skerpa á bragði kartaflanna en það er smekksatriði. Hellið soðinu strax af að suðu lokinni, setjið lokið á pottinn og látið kartöflurnar standa í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram.
Geymsla
ATH! Nýuppteknar kartöflur eru mjög viðkvæmar og geymast því ekki lengi. Best er að neyta þeirra strax og njóta. Ef þær þurfa geymslu þá er best að hafa þær í ísskáp og passa að lofti vel um þær.
Notkun
Nýuppteknar kartöflur eru alltaf góðar soðnar með smjöri og salti.
Hér á landi er rík hefð fyrir notkun á kartöflum og flestir kunna að matbúa þær. Þó má alltaf auka fjölbreytnina. Á þessari vefsíðu er að finna margar einfaldar og skemmtilegar kartöfluuppskriftir.
Sjá nánar hér:
Hvaða hluta er hægt að borða ?
Af nýjum kartöflum má borða allt.

Innihald í 100 g | Vatn 78,6 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 305 kj |
72 kcal | |
Fita | 0,3 g |
Þar af mettuð | 0,06 g |
Kolvetni | 14,2 g |
Þar af sykurtegundir | 0,6 g |
Trefjar | 2,0 g |
Prótein | 2,2 g |
Salt | 0,01 g |
NV* | ||
---|---|---|
Kalíum | 400 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum