Tómatasalat með osti
Basilika og timían
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
1 Rósasalat
800 g tómatar, stórir og vel þroskaðir
1 ostarúlla með lauk og blönduðum pipar frá Ostahúsinu
nokkrar timíangreinar (má sleppa)
½ knippi basilika
2 msk furuhnetur
2 msk rifinn parmesanostur
Safi úr ½ sítrónu
Nýmalaður pipar
Salt
100 ml ólífuolía
Leiðbeiningar:
Salatið tekið sundur, skolað, þerrað og blöðunum raðað á fat eða stóran disk.
Tómatarnir skornir í sneiðar og ostarúllan einnig.
Raðað ofan á salatblöðin og svolitlu timían dreift yfir.
Basilikan, furuhneturnar og parmesanosturinn sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað.
Sítrónusafa, pipar og salt hrært saman við og síðan er ólífuolíunni þeytt saman við smátt og smátt.
Hluta af sósunni er svo dreypt yfir salatið og afgangurinn borinn fram í lítilli skál.