Íssalat

Íssalat er stökk og sæt lausblaða útgáfa af Iceberg salati. Ræktunin á Íssalati er sneggri en á iceberg enda þurfa iceberg höfuðin allt að 3 mánuði til að þroskast á meðan að íssalat er ekki nema 7 vikur í fullan vöxt frá fræi.
Íssalats laufin eru krulluð í endana og geta nýst sem skreyting á hvað disk sem er. Losna auðveldlega frá kjarnanum og henta því vel á hamborgara, samlokur eða sem undirstaðan í matnum. Þá er einnig hægt að nýta íssalat í staðin fyrir hveitivefjur fyrir kolvetnalausan valkost.
Íssalat er ræktað allt árið um kring og er stútfullt af vítamínum og stökku bragði.
Geymsla
Íssalat geymist best í ísskáp og vill heldur vera í fulllokuðum umbúðum til að draga úr vökvatapi. Geymst fínt í kæli í 2 vikur ef umbúðir eru lokaðar og jafnvel lengur. 1-5°C eru kjörhitastig íssalats.
Notkun
Íssalatið hentar vel sem meðlæti með öllum mat, eða sem staðgengill fyrir hveitivefjur. Stökkt og gott á hamborgara og samlokur eða til að bæta í þeytinginn.



Innihald í 100 g | Vatn 94 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 90 kj |
21 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,1 g |
Kolvetni | 2,1 g |
Þar af sykurtegundir | 2,1 g |
Trefjar | 2,2 g |
Prótein | 1,3 g |
Salt | 0,02 g |
NV* | ||
---|---|---|
Kalíum | 406 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum