Heilsutómatar stórir

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Íslenskir heilsutómatar eru eru mjög ríkir af lýkópen. Magnið er að lágmarki 9 mg i 100 g sem er nær þrefalt það magn sem mælist í hefðbundnum tómötum. Lýkópen er í flokki karótínóíða sem gefur tómötum rauða litinn. Lýkópen er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi.

 

Geymsla

Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Mjög gott er að geyma tómata á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka miklu frekar ef það er haft fyrir framan þau.

Notkun

Heilsutómatar eru tilvaldir á hamborgarann, á brauðið eða í pítuna.
Flestir vita hvernig nota á tómata. Þá má nota á svo margvíslegan hátt að hér er vart rými nema til að minnast á það allra helsta. Þeir henta vel í hrásalat, ofan á brauð og í súpur og sósur. Þeir eru góður hráir en einnig má sjóða þá og steikja eða baka þá með fyllingu. Margir kunna best að meta tómata í ítölsku hrásalati með söxuðum lauk og gúrkusneiðum í estragonediki sem graslauk er stráð yfir. Auðvelt er að afhýða þá þegar búið er að dýfa þeim í sjóðandi vatn í 20-30 sekúndur.

Má frysta tómata?

Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.

Hvaða hluta er hægt að borða?

Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.

Innihald í 100 g Vatn 94 g
Næringargildi í 100 g
Orka 74 kj
17 kcal
Fita 0,3 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 2,1 g
Þar af sykurtegundir 2,1 g
Trefjar 1,8 g
Prótein 0,8 g
Salt 0 g
NV*
C vítamín15,8 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Íslenskir heilsutómatar eru eru mjög ríkir af lýkópen. Magnið er að lágmarki 9 mg i 100 g sem er nær þrefalt það magn sem mælist í hefðbundnum tómötum.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur