Gúrkur

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Gúrkuplantan, Cucumis sativus, er einær jurt úr graskersættinni (Cucurbitaceae). Af gúrkum eru einkum tvö afbrigði í ræktun, annars vegar hefðbundnar gúrkur og hins vegar þrúgugúrkur. Ræktun hefðbundinna gúrkna hér á landi hefst upp úr 1925 og eru nú ræktaðar gúrkur árið um kring.

Þegar ræktað er árið um kring með lýsingu (220 W/m2) er plantað út allt að 5 sinnum á ári, en í hefðbundinni ræktun er plantað 2 sinnum, í febrúar og í maí – júní.

 
Algengustu afbrigði í ræktun hér eru Ventura, Rapides og Cumuli.

Gúrkur eru ræktaðar í vikri, steinull eða torfi/jarðvegi og best er að fræjunum sé sáð í sama efni og ræktunin fer fram í. Sáningin fer fram við hátt hitastig (25°C ) og spírunin gengur hratt fyrir sig eða ca 2 sólarhringar. Plönturnar eru síðan hafðar í uppeldi með fullri lýsingu í allt að 3 vikur en þá er þeim plantað út í gróðurhús.

Um 3 vikum eftir að plantað er út hefst uppskeran og stendur hún samfellt í 11 vikur.
Uppskera þarf einu sinni á dag til að aldinin séu sem jöfnust að stærð. Að lokinni uppskeru eru aldinin flokkuð og þeim pakkað og send á markað.

Geymsla

Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar, en fljótt getur dregið úr geymsluþoli ef svo er ekki.

Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann, því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun.Best er því að geyma gúrkur heima á svölum stað, t.d. á þeim stað í ísskápnum þar sem kuldinn er minnstur.
 
Best er að pakka gúrkunni vel inn í plast, loka vel fyrir sárið eftir að búið er að skera af henni til að koma í veg fyrir að hún þorni upp, og geyma hana í ísskápnum.
Innihald í 100 gVatn 96 g
Næringargildi í 100 g
Orka156 kj
13 kcal
Fita0,1 g
Þar af mettuð0 g
Kolvetni1,9 g
Þar af sykurtegundir1,9 g
Trefjar0,9 g
Prótein0,8 g
Salt0 g
NV*

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Gúrkur innihalda aðeins eru 12 hitaeiningar í 100 g. Þær eru að 96 hundraðshlutum vatn þannig að þurrefni er aðeins um 4%, því er í raun meira þurrefni í einni gosflösku en einni gúrku. Næringargildið er lágt, en í gúrkum eru A-, B- og C-vítamín auk nokkurs af kalki og járni.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur