Grandsalat

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið
Grandsalat er blaðsalatafbrigðið Grand Rapids, sem er mjög fljótvaxið og laust við að vera kvillasækið. Ræktun Grandsalats tekur aðeins um 6 vikur frá sáningu að uppskeru. 
Grandsalat er ræktað í rennandi næringarlausn og undir vaxtarlýsingu. Ræktunarhitinn er 16 – 18°C

Geymsla

Grandsalat geymist  mjög vel, að minnsta kosti 15 daga í kæli.

Notkun

Grandsalat hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við það og búa þannig til gómsæta máltið. Hentar líka mjög  vel í alla grænmetisþeytinga.

 

 

 

Innihald í 100 g Vatn 94 g
Næringargildi í 100 g
Orka 90 kj
21 kcal
Fita 0,4 g
Þar af mettuð 0,1 g
Kolvetni 2,1 g
Þar af sykurtegundir 2,1 g
Trefjar 2,2 g
Prótein 1,3 g
Salt 0,02 g
NV*
Kalíum406 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur