Geysir

Uppistaðan í Geysi er skorið frillice salat. Í það er blandað grænum og rauðum Pak Choi blöðum af ungplöntum auk rauðbeðublaða.
Pak Choi er káltegund sem bragðast mjög vel. Pak Choi er ættað frá austurlöndum fjær.
Rauðbeðublöðin eru af sérstakri rauðbeðu (rauðrófu) tegund sem er ræktuð sérstaklega vegna rauðu blaðanna því þau hafa góðan rauðan lit til að skreyta salatblönduna.
Geymsla
Geysir geymist best í pokanum í ísskáp. Kjörhitastig er 0 – 5 °C
Eftir að pokinn hefur verið opnaður er best að loka opinu sem best svo rakinn haldist betur í pokanum.
Notkun
Geysir hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Það er mjög gott að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við og búa þannig til gómsæta máltið. það hentar líka mjög vel í alla grænmetisþeytinga.



Innihald í 100 g | Vatn 94 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 90 kj |
21 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,1 g |
Kolvetni | 2,1 g |
Þar af sykurtegundir | 2,1 g |
Trefjar | 2,2 g |
Prótein | 1,3 g |
Salt | 0,02 g |
NV* | ||
---|---|---|
Kalíum | 406 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum