Kart÷flur me­ sveppum

og hvÝtlauk

Kart÷flur me­ sveppum

½ kg kartöflur skrældar og sneiddar
150 g þurrkaðir villisveppir, settir í bleyti
250 g Flúðasveppir, skornir
200 g laukur í sneiðum
200 ml tómatþykkni
400 ml rjómi
3 stk hvítlauksrif, saxað
1 tsk þurrkað timjan
300 ml grænmetissoð eða kjúklingasoð
salt og piparHitið ofninn í 200°C. Smyrjið eldfast form með olíu eða smjöri. Kartöflurnar eru sneiddar og þær settar í eldfast form.
Steikið sveppina brúna í olíu og setjið þá til hliðar. Svitið laukinn í potti og setjið hvítlaukinn í, bætið í villisveppunum og síðan Flúðasveppunum. Bætið tómatþykkninu og rjómanum saman við og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar. Þessu er síðan blandað saman við kartöflurnar. Bakað í 1 klukkustund. Má setja ost yfir.

Senda ß vin

Loka