G˙rkusalat me­ fetaosti

og r˙sÝnum

G˙rkusalat me­ fetaosti

1 stór íslensk gúrka
3 íslenskir tómatar, þroskaðir
1 lítill rauðlaukur
1/2 græn íslensk paprika
1/4 gul eða rauð íslensk paprika
1 sítróna
3 msk ólífuolía
1/2-1 steinseljuknippi, saxað
3-4 msk graslaukur, saxaður (má nota vorlauk)
3/4 tsk nýmalaður pipar, helst regnbogapipar (fimmlit piparblanda)
saltGúrkan skorin í litla teninga. Tómatarnir skornir í helminga, fræin skafin úr þeim með skeið og þeir síðan skornir í teninga. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í teninga. Öllu blandað saman í skál. Safinn kreistur úr sítrónunni og hristur saman við olíu, steinselju, graslauk, pipar og salt. Hellt yfir grænmetið og blandað vel. Látið standa nokkra stund.
Borið fram t.d. sem meðlæti með grillmat eða steiktu kjöti eða fiski.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka