KÝnakßlsb÷glar

me­ laxi

KÝnakßlsb÷glar
ytri blöðin af stóru íslensku kínakáli
100 g íslenskir sveppir
6-800 g laxaflak, helst fremur þykkt
nýmalaður pipar
salt
4 msk sojasósa
2 tsk rifinn engifer
2 tsk hunang
e.t.v. ferskt kóríanderlauf


Blöðin losuð af kálinu. Ef neðsti hlutinn er mjög þykkur og stinnur gæti þurft að forsjóða blöðin í saltvatni í um 1 mínútu, en yfirleitt er þess ekki þörf. Sveppirnir skornir í þunnar sneiðar. Laxinn skorinn í um 2 cm þykkar sneiðar þvert yfir og kryddaður með pipar og salti. Sojasósu, engifer og hunangi hrært saman í skál. Nokkrum sveppasneiðum raðað á stilkendann á hverju kínakálsblaði, laxasneið lögð ofan á, svolítilli sósu dreypt yfir og blaðinu síðan vafið utan um fiskinn. E.t.v. fest með því að stinga tannstöngli í gegn en þó ætti þess ekki að vera þörf. Bögglunum raðað í gufusuðugrind og samskeytin látin snúa niður. Sett yfir pott með sjóðandi vatni og gufusoðið í 6-8 mínútur. Borið fram með afganginum af sósunni og kóríander e.t.v. stráð yfir.
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka