Tómatsúpa
Höfundur: Sigurveig Káradóttir

2-3 msk ólífuolía
150 g laukur
150 g sellerí
150 g gulrætur
150 g rauð paprika
150 g sveppir
1 krukka tómatgrunnur
2 dósir hvítar baunir (um 450 g)
6-700 ml vatn/grænmetiskraftur
Sjávarsalt
Hvítur pipar
3-4 lárviðarlauf
1 búnt fersk steinselja
Rifinn parmesan ef vill
Í þessa súpu má bæta við ýmsu góðu grænmeti sem til er í ísskápnum.Ef vill, má auðveldlega skipta hvítu baununum út fyrir soðið pasta.
Allt grænmetið nema sveppirnir er skorið í meðalstóra bita og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
Þessu leyft að linast ögn áður en tómötum og vatni/grænmetiskrafti er bætt saman við.
Lárviðarlauf og hvítum pipar bætt í pottinn og þessu leyft að krauma þar til grænmetið er orðið lint.
Þá er hvítu baununum bætt saman við ásamt sveppunum og loks er smátt söxuð steinseljan sett saman við.
Rifinn parmesan yfir ef vill.