Tacos með kjúklingi

Og ostarúllu

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 3-4 kjúklingabringur

  • 2 tsk mexíkókryddblanda (eða eftir smekk)

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

  • 2 msk olía

  • Safi úr 1-2 límónum (má sleppa)

  • 1 pakki tacoskeljar

  • 4 tómatar, vel þroskaðir

  • ½ gúrka

  • Ostarúlla með mexíkóblöndu frá Ostahúsinu

  • Tacosósa

  • Salatblöð, Grand- eða Íssalat

  • Sítrónubátar

Leiðbeiningar:

Kjúklingabringurnar skornar í þunnar sneiðar þvert yfir, kryddaðar með mexíkókryddblöndu, pipar og salt.

Steiktar í olíunni í 5-6 mínútur, eða þar til þær eru steiktar í gegn.

Þá er pannan tekin af hitanum og límónusafa dreypt yfir kjúklinginn.

Tacoskeljarnar hitaðar í ofni eða örbylgjuofni.

Tómatarnir skornir í tvennt, fræin skafin úr þeim og þeir síðan skornir í litla bita.

Gúrkan skorin í teninga.

Dálítið af tómötum og gúrku sett í tacoskeljarnar, nokkrum kjúklingabitum raðað ofan á, síðan 2-3 þunnum sneiðum af ostarúllu, tacosósu ausið yfir og borið fram á salatbeði ásamt sítrónubátum.