Sveppir með hvítlauk
Og kryddjurtum
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Innihaldslýsing:
-
500 g íslenskir sveppir
-
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
-
2 msk ólífuolía
-
1 msk smjör
-
Nokkrar timíangreinar
-
Nýmalaður pipar
-
Salt
-
2 msk brandí
-
1/2 knippi steinselja, söxuð
Leiðbeiningar:
Sveppirnir skornir í sneiðar eða fjórðunga.
Olía og smjör hitað á stórri pönnu.
Sveppir og hvítlaukur sett á pönnuna, timían, pipar og salt stráð yfir og látið krauma við meðalhita í 8-10 mínútur, eða þar til sveppirnir hafa tekið góðan lit.
Hrært oft á meðan. Brandí er svo hellt yfir og hrært stöðugt á meðan það gufar upp.
Steinseljunni stráð yfir, hrært vel og síðan er pannan tekin af hitanum.
Borið fram sem meðlæti með steiktu eða grilluðu kjöti, eða bara með brauði og salati.