Sólargúrkan
Grænn og góður
Höfundur: Ylfa Helgadóttir

Innihaldslýsing:
2 gúrkur
1 knippi græn vínber
2 lime
1 grænt epli
100 g spínat
Leiðbeiningar:
Vínber tekin af stilkum. Epli kjarnhreinsað og skorið þannig það passi í safavél.
Allt sett í gegnum safavélina. Sett í lokaðan dall og hrist vel og kröftuglega.
Falleg krukka eða glas fyllt með klökum, og grænum sumarsafanum hellt yfir.
Voila njótið vel!