Púrrulaukur og kartöflur
Einföld og góð
Höfundur: Sigurveig Káradóttir
Innihaldslýsing:
-
100 g ósaltað smjör
-
500 g púrrulaukur, hvíti hlutinn
-
500 g kartöflur
-
100 g laukur
-
1 – 1 1/2 ltr grænmetiskraftur/kjúklingakraftur
-
3-4 lárviðarlauf
-
2-3 tsk sjávarsalt
- 1-2 tsk hvítur pipar
- 100-200 ml þeyttur rjómi ef vill
Leiðbeiningar:
Skerið laukinn og púrrulaukinn í þunnar sneiðar og kartöflurnar í litla bita.
Sett í pott ásamt smjörinu og 1-2 tsk. af sjávarsalti og leyft að malla í 10 mínútur án þess að taka lit.
Þá er soðinu og lárviðarlaufunum bætt saman við og haft á meðalhita þar til grænmetið er fullsoðið. Lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð.
Hituð að nýju og smökkuð til með sjávarsalti og hvítum pipar.
Þeyttum rjóma bætt varlega saman við ef vill og súpan borin fram.