Köld tómatsúpa

Með fetaosti og myntu

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 6 stk tómatar
  • 1 stk gúrka
  • 1 rif hvítlaukur
  • 100 ml tómatsafi
  • Safi úr 1 lime
  • 1 tsk tabasco sósa
  • Smá fersk mynta
  • 1 pk fetasneiðar
Leiðbeiningar:

Skerið tómatana, gúrkuna og hvítlaukinn gróft.

Setið í matvinnsluvél og maukið ásamt tómat- og limesafanum og myntulaufunum eftir smekk.

Kryddið með tabasco sósunni.

Setjið í skálar ásamt fetaostinum og skreytið með myntulaufi.