Paprikusalsa
Gott á salatið
Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
- 2 stk rauð paprika
- 1 stk rauðlaukur
- 1 rif hvítlaukur
- 1 búnt kórinader
- 1 stk sítróna
- 1 msk hunang
- 30 ml balsamic edik
- 100 ml ólífuolía
- Salt og pipar
Leiðbeiningar:
Skerið paprikuna, rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt niður.
Setjið safann úr sítrónunni, balsamic edikið og hunangið saman í skál.
Bætið grænmetinu út í lögin og marinerið í 20 mín.
Bætið ólífuolíunni út í.
Saxið kóriander niður, bætið því út í og kryddið með salt og pipar.