Ofnbökuð blómkálssúpa
Ljúffeng og góð
Höfundur: Sigurveig Káradóttir
Innihaldslýsing:
- 6 – 7 msk ólífuolía
- 1 kg blómkál
- 300 g laukur
- 100 g sellerí
- 4-5 hvítlauksrif
- 1 ltr grænmetissoð
- 2-3 tsk túrmerik
- 1/2 tsk cayennepipar
- 3-4 lárviðarlauf
Leiðbeiningar:
Blómkálið skorið í bita og velt úr 5-6 msk af ólífuolíu, 1-2 tsk. af sjávarsalti, 1 tsk af hvítum pipar og 2 tsk af túrmerik.
Sett í fat og ofnbakað við 200°C í 20-30 mínútur eða þar til blómkálið er mjúkt og farið að taka lit.
Laukur og sellerí saxað smátt, sett í pott ásamt 1-2 msk af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti og látið malla á vægum hita í 5-6 mínútur eða þar til það hefur linast ögn.
Því næst fer smátt saxaður hvítlaukur í pottinn, næst soðið og loks ofnbakaða blómkálið.
Látið sjóða í 10 mínútur eða þar til allt er orðið lint og vel soðið.
Þá eru lárviðarlaufin veidd úr, súpan maukuð og krydduð til ef þarf.