Rósmaríngulrætur

Með Appelsíni

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 500 g gulrætur

  • 250 ml appelsín

  • 1 rósmaríngrein

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

Leiðbeiningar:

Gulræturnar flysjaðar eða skafnar og skornar í bita á ská.

Settar í pott ásamt appelsín og rósmarín.

Kryddað með pipar og salti, hitað að suðu og látið malla undir loki þar til gulræturnar eru meyrar.

Í staðinn fyrir appelsín má nota appelsínusafa en þá er gott að bæta við dálitlum sykri.