Köld tómatsúpa
Með fetaosti og myntu
Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
- 6 stk tómatar
- 1 stk gúrka
- 1 rif hvítlaukur
- 100 ml tómatsafi
- Safi úr 1 lime
- 1 tsk tabasco sósa
- Smá fersk mynta
- 1 pk fetasneiðar
Leiðbeiningar:
Skerið tómatana, gúrkuna og hvítlaukinn gróft.
Setið í matvinnsluvél og maukið ásamt tómat- og limesafanum og myntulaufunum eftir smekk.
Kryddið með tabasco sósunni.
Setjið í skálar ásamt fetaostinum og skreytið með myntulaufi.