Kirsuberjatómatar
Góðir með fiski
Höfundur: Hrefna Sætran
Innihaldslýsing:
- 1 askja kirsuberjatómatar
- 4 stk hvítlauksrif
- 4 greinar garðablóðberg
- 2 tsk flórsykur
- 4 msk ólífuolía
- Gróft salt
Leiðbeiningar:
Setjið bökunarpappír í eldfast mót og raðið tómötunum ofaná.
Saxið hvítlaukinn smátt og stráið honum yfir tómatana ásamt garðablóðberginu.
Setjið flórsykurinn í sigti og dustið honum yfir tómatana.
Að lokum, dreifið ólífuolíunni jafnt yfir allt og kryddið með salti og pipar.
Hitið ofninn upp í 110°C og bakið tómatana í 40 mínútur.
Fiskur að eigin vali eldaður að þínum smekk 😉