Kartöflusalat

Með gúrkum

Höfundur: Nanna Rögnvaldar

Innihaldslýsing:
  • 1 íslensk gúrka, lítil

  • 500 g forsoðnar kartöflur
  • 1-2 vorlaukar

  • 1 dós sýrður rjómi, 18%

  • 1 tsk Dijon sinnep

  • 10-15 basilikublöð, söxuð

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

  • Pipar

Leiðbeiningar:

Gúrkan skorin í teninga og kartöflurnar í bita, ekki mjög litla.

Vorlaukurinn saxaður fremur smátt.

Sýrður rjómi, Dijon sinnep, söxuð basilika, pipar og salt hrært saman í skál og síðan er gúrku, tómötum, vorlauku og kartöflum hrært saman við.

Látið standa nokkra stund í kæli.

Borið fram t.d. með lambakjöti eða öðru steiktu kjöti.