Kartöflusalat

Með klettasalati

Höfundur: Kristján Þór

Innihaldslýsing:
  • 1,5 kg kartöflur, skornar í teninga

  • 1/2 gúrka
  • 200 g sólþurrkaðir tómatar

  • 200 g ólífur í olíu

  • 200 g klettasalat

  • 2 stk rauðlaukur

  • Salt

  • Pipar

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 200°C.

Kartöflurnar eru skrældar, skornar í teninga og velt uppúr smá olíu, salti og pipar og bakaðar í ofni við 150°C í 25 mín ( fer eftir stærð teninganna) Gott er að leyfa kartöflunum aðeins að kólna áður en þeim er blandað saman við.

Allt annað er skorið smátt og blandað saman við kartöfluteninganna.

Kryddað til eftir smekk.

Þetta er líka kjörið að gera deginum áður þá sjúga kartöflurnar betur í sig bragðið.