Rækjusalat

Með gúrkum og rauðlauk

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 1 íslensk gúrka

  • 1 rauðlaukur

  • Nokkrar svartar eða grænar ólífur

  • 250 g rækjur

  • 1 dós (200 g) kotasæla

  • 1 dós (180 g) hrein jógúrt

  • 1/2 tsk paprikuduft

  • nýmalaður pipar

  • salt

  • söxuð steinselja

Leiðbeiningar:

Frísklegt og hollt rækjusalat sem getur jafnvel verið aðalréttur með grænu salati og góðu brauði.

Gúrkan skorin í mjóa stauta, 3-4 cm langa, eða í teninga.

Rauðlaukurinn saxaður og ólífurnar einnig.

Rækjurnar settar í skál og gúrku, rauðlauk og ólífum blandað saman við.

Síðan er kotasælu og jógúrt hrært saman við, ásamt paprikudufti, pipar, salt og steinselju.

Borið fram með brauði (t.d. rúgbrauði) og smjöri, eða með kexi.