Gúrkutvist

Graflax snitta

Höfundur: Ylfa Helgadóttir

Innihaldslýsing:
  • 2 rúgbrauðssneiðar
  • 100 g graflax
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ tsk saxað dill (ef vill)
  • Salt og pipar
  • ½ gúrka
  • 1 msk ólífuolía
  • 10 g bleikju eða laxahrogn til skreytinga
Leiðbeiningar:

Rúgbrauð skorið í hæfilega sneið og stungið út, t.d. með skot glasi eða öðru ca 3-4cm í þvermál.

Graflax skorin til og settur ofan á rúgbrauðið. Getur verið í sneiðum, kubbum eða bara hverju sem hentar.

Sýrði rjóminn settur í skál með dilli og salti og pipar. Hrært saman

Gúrka skorin langsum og kjarnhreinsuð. Skorin þunnt á ská og velt uppúr góðri ólífuolíu.

Sýrði rjóminn settur yfir laxinn og hrogn sett í miðjuna.

Gúrkusalatið lagt á disk og rúgbrauðssnitturnar settar ofaná.