Djúpsteiktar gúrkur
Höfundur: Ylfa Helgadóttir
-
1 krukka sýrðar gúrkur eða gúrka sem búið er að leggja í pækil
-
3, 2, 1, hlutföll edik, vatn, sykur
-
2 dl brauðraspur
-
1 egg
-
½ dl mjólk
-
1 dl hveiti
-
5 dl djúpsteikingarolía
-
Gráðaostasósa
-
1 dl gráðaostur
-
1 dl majones
-
1 dl sýrður rjómi
-
1 hvítlaukur
-
Salt og pipar
-
Safi úr 1 sítrónu
Hveiti sett í skál, egg og mjólk slegið saman í aðra skál, og brauðraspur settur í þriðju skálina.
Pikkluðu gúrkurnar eru skornar í sneiðar og þær lagðar í hveitið, síðan eggjablöndu og loks brauðrasp.
Olían hituð í þykkbotna pott eða pönnu og þegar hún hefur náð ca 160-180°C gráðum þá eru gúrkurnar settar útí og steiktar þar til gullinbrúnar.
Veiddar uppúr pottinum og lagðar á pappír eða viskustykki og olíunni leyft að leka úr.
Majones, sýrður rjómi og gráðaostur er sett í ská og ostur mulin gróflega með gaffli.
Hvítlaukur raspaður útí og smakkað til með salti, sítrónu og pipar.